Baðlón raunhæft

Fyrirhugað lón (til vinstri) og fyrirhugað skíðaþorp.
Fyrirhugað lón (til vinstri) og fyrirhugað skíðaþorp. Teikning/Alternance

Fé­lagið Heklu­byggð áform­ar mikla upp­bygg­ingu við Skíðaskál­ann í Hvera­döl­um. Sam­hliða þessu áform­ar fé­lagið Hvera­dal­ir að byggja baðhús og baðlón í Stóra­dal, skammt frá Skíðaskál­an­um, en fjallað var um þessi verk­efni í Morg­un­blaðinu 1. og 3. ág­úst.

Þórir Garðars­son, stjórn­ar­formaður Hvera­dala ehf., sagði lónið í hönn­un­ar­ferli en að von­andi yrði hægt að greina frá tíðind­um í haust.

Rætt er um að nýta skilju­vatn frá Hell­is­heiðar­virkj­un, eft­ir raf­magns- og varma­fram­leiðslu, í baðlónið [skilju­vatn var nefnt affalls­vatn í fyrri grein].

Baðlón hluti af Jarðhitag­arði

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, seg­ir nýtt minn­is­blað rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­sviðs Orku­veit­unn­ar benda til að raun­hæft sé að nýta skilju­vatn frá Hell­is­heiðar­virkj­un.

Ráðist hafi verið í þetta rann­sókn­ar­verk­efni vegna áhuga aðila á að opna baðlón á svæðinu. Baðlónið yrði hluti af Jarðhitag­arði, græn­um iðngarði Orku nátt­úr­unn­ar við Hell­is­heiðar­virkj­un.

„Við lét­um vinna grein­ingu á því hvort raun­hæft sé að nýta skilju­vatnið og hvort hægt sé að skila því aft­ur [ofan í jarðhita­geym­inn] eft­ir notk­un hjá baðlóni, en hjá Orku nátt­úr­unn­ar er jarðhita­vatni skilað aft­ur ofan í jarðhita­geym­inn eft­ir að það hef­ur verið notað til raf­magns- og varma­fram­leiðslu. Niður­stöðurn­ar voru mjög lof­andi þannig að við erum afar bjart­sýn á að geta nýtt þetta vatn með þess­um hætti og þannig skapað aðstöðu fyr­ir baðlón,“ seg­ir Sæv­ar Freyr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert