Baðlón raunhæft

Fyrirhugað lón (til vinstri) og fyrirhugað skíðaþorp.
Fyrirhugað lón (til vinstri) og fyrirhugað skíðaþorp. Teikning/Alternance

Félagið Heklubyggð áformar mikla uppbyggingu við Skíðaskálann í Hveradölum. Samhliða þessu áformar félagið Hveradalir að byggja baðhús og baðlón í Stóradal, skammt frá Skíðaskálanum, en fjallað var um þessi verkefni í Morgunblaðinu 1. og 3. ágúst.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Hveradala ehf., sagði lónið í hönnunarferli en að vonandi yrði hægt að greina frá tíðindum í haust.

Rætt er um að nýta skiljuvatn frá Hellisheiðarvirkjun, eftir rafmagns- og varmaframleiðslu, í baðlónið [skiljuvatn var nefnt affallsvatn í fyrri grein].

Baðlón hluti af Jarðhitagarði

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir nýtt minnisblað rannsóknar- og nýsköpunarsviðs Orkuveitunnar benda til að raunhæft sé að nýta skiljuvatn frá Hellisheiðarvirkjun.

Ráðist hafi verið í þetta rannsóknarverkefni vegna áhuga aðila á að opna baðlón á svæðinu. Baðlónið yrði hluti af Jarðhitagarði, grænum iðngarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun.

„Við létum vinna greiningu á því hvort raunhæft sé að nýta skiljuvatnið og hvort hægt sé að skila því aftur [ofan í jarðhitageyminn] eftir notkun hjá baðlóni, en hjá Orku náttúrunnar er jarðhitavatni skilað aftur ofan í jarðhitageyminn eftir að það hefur verið notað til rafmagns- og varmaframleiðslu. Niðurstöðurnar voru mjög lofandi þannig að við erum afar bjartsýn á að geta nýtt þetta vatn með þessum hætti og þannig skapað aðstöðu fyrir baðlón,“ segir Sævar Freyr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert