Bíllinn sem lýst var eftir er fundinn

Lýst var eftir bílnum fyrr í dag.
Lýst var eftir bílnum fyrr í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Svört Volvo bifreið sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundin eftir ábendingu frá vegfaranda.

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að bíllinn hafi verið yfirgefinn þegar lögregla fann hann.

Segir hann þá bílinn vera í fínu lagi eftir því sem hann best veit og málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert