Hiti getur náð 18 stigum

Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 14 í dag.
Hitaspá Veðurstofunnar klukkan 14 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægð við austurströnd landsins þokast norður á bóginn í dag. 

„Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Þar segir að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til en milt veður. Norðaustan til verði bjart með köflum og stöku skúrir. Hiti geti náð 18 stigum þegar best lætur.

Ný lægð á morgun

Á morgun nálgast ný lægð landið. Henni fylgir austan- og suðaustankaldi. Rigna fer í flestum landshlutum, en heldur minna fyrir norðan. Hiti verður svipaður.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert