Hitinn kominn yfir 20 gráður

Frá Seyðisfirði fyrr í sumar.
Frá Seyðisfirði fyrr í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmlega 20 gráða hiti mælist nú á Seyðisfirði. Um helmingi lægri hiti mælist í höfuðborginni, eða rétt rúmlega 10 gráður.

Þetta sýna mælingar Veðurstofunnar.

Því var spáð í morgun að hiti gæti náð átján gráðum í dag og því ljóst að dagurinn hefur farið fram úr væntingum, í það minnsta á Austfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert