Hyggjast mæta orkuþörfinni

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur boðar uppbyggingu orkuvinnviða til að mæta fyrirhugaðri orkuþörf fjölda fyrirtækja í Ölfusi á næstu árum.

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá eru uppi áform um hundraða milljarða fjárfestingu í Þorlákshöfn og mun sú atvinnuuppbygging kalla á mikla orku.

Hitaveitan í Þorlákshöfn og í Ölfusi hefur verið í eigu Veitna frá árinu 2014.

Sævar Freyr segir ný vinnsluleyfi á Bakka og Hjallakrók munu auka verulega við afkastagetuna í Ölfusi.

Kallar á meiri framleiðslu

„Við tókum nýverið upp nýja stefnu sem við römmuðum saman í eina setningu: Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Það gengur út á að styðja við samfélagið, hvort sem það eru heimilin eða fyrirtækin, og það gerum við með sjálfbærum hætti.

Eftirspurn eftir orku er meiri en framboð og kallar það á aukna orkuframleiðslu, hvort sem það er jarðvarmi, vatnsafl, vindorka eða sjávarfallaorka. Við erum annars vegar að auka vinnslu á núverandi svæðum og hins vegar að undirbúa ný svæði undir vinnslu. Rannsóknarverkefni eru hluti af því,“ segir Sævar Freyr.

Með því sé stuðlað að því að samfélagið geti byggt undir nauðsynlega verðmætasköpun fyrir samfélagið til framtíðar.

Sævar Freyr bendir á að það geti tekið allt að 12 ár að fá ný verkefni samþykkt. Því sé hann ánægður með stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar orkumálaráðherra en kraftur sé að færast í þennan málaflokk.

Kort/mbl.is

Baðlón vel raunhæft

Meðal áformaðra verkefna er uppbygging á baðlóni í Stóradal, skammt frá Skíðaskálanum í Hveradölum. Sævar Freyr segir rannsóknir benda til að baðlón sé raunhæfur kostur. Notkun á skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun geti skapað mikla sérstöðu fyrir það baðlón til framtíðar.

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert