Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048, en bílnum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.
„Ef þið sjáið bílinn í umferðinni, eða vitið hvar hann er niðurkominn, þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.