Lundapysjurnar vel á sig komnar í ár

Þessi lundapysja hafði sig til lofts er henni var sleppt …
Þessi lundapysja hafði sig til lofts er henni var sleppt í fjörunni í vikunni. Pysjurnar eru í góðri þyngd í ár. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Lundapysjan flýgur úr holu sinni á „réttum tíma“ í ár og er vel þung og vel gerð. Á árunum í kringum 2012 þegar fæstu pysjurnar flugu í bæinn, voru þær léttastar um 260 til 300 grömm.

Var það á þeim árum sem makríllinn veiddist mest í kringum Vestmannaeyjar, nú hefur enginn makríll verið hér í kring og þyngdin á pysjunum verið frá 350 til 400 grömm.

Lífslíkur pysjanna eru margfaldar þegar þær eru þyngri heldur en léttari, auk þess eru þær kröftugar og sterkar.

Krakkarnir í Eyjum taka virkan þátt í leit að pysjum.
Krakkarnir í Eyjum taka virkan þátt í leit að pysjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Lundapysjutíminn stendur sem hæst

Um þessar mundir stendur lundapysjutíminn sem hæst, börn og fullorðnir leita á kvöldin þegar rökkva tekur og sumir langt fram á nótt. Þegar margir eru úti að leita er það oft hittingur hverjir ná í lundapysju og hverjir ekki.

Algengast er að lundapysjan fljúgi úr holu sinni um miðjan ágúst en sum ár hefur hún þó ekki drifið sig úr holunni fyrr en undir septemberlok og í byrjun októbermánaðar.

Börnin eru dugleg að fara heim og vigta pysjurnar og senda niðurstöðurnar á Pysjueftirlitið á lundi.is. Þar eru 643 pysjur skráðar og 301 vigtuð, meðalþyngd er 314 grömm, sú þyngsta er 413 og sú léttasta 207 grömm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert