Nýr gagnagrunnur upplýsinga um nemendur

Formaður SÍS, mennta- og barnamálaráðherra, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu …
Formaður SÍS, mennta- og barnamálaráðherra, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og framkvæmdarstjóri SÍ undirrituðu nýverið viljayfirlýsingu um Frigg. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Frigg er nýr gagnagrunnur sem mun halda utan um skráningu upplýsinga um íslenska nemendur fram að háskólastigi, þvert á skóla, skólastig og landsvæði.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að gagnagrunnurinn muni meðal annars halda utan um skráningu nemenda í, úr og milli skóla og námsárangur nemenda í Matsferli, hinu nýja samræmda námsmati, á síðari stigum.

Hingað til hafa upplýsingarnar verið vistaðar hjá mismunandi aðilum í mismunandi kerfum en stefnt er að því að opna gagnagrunninn fyrir lok þessa árs.

Gagnagrunnurinn er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Stafræns Ísland (SÍ) og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert