Rannsókn á grunuðu mansali enn í gangi

Gríska húsið við Laugaveg.
Gríska húsið við Laugaveg. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn lögreglu á grunuðu mansali á veitingastaðnum Gríska húsinu er enn í gangi að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við Gríska húsið um miðjan júní en grunur lék á um að starfsmenn veitingarstaðarins væru þolendur mannsals. Handtökurnar voru framkvæmdar í kjölfar skoðunar Skattsins og lögreglu á rekstrar- og starfsmannaleyfum.

„Þetta mál er bara í rannsókn. Það er verið að vinna í þessu en það hefur ekki verið mikill framgangur í því. Fólk var handtekið og vinna var í gangi og rannsókn við að átta sig á því hvort þetta fólk væri fórnalömb mannsals,“ segir Grímur í samtali við mbl.is.

Enginn er í haldi lögreglunnar vegna málsins að sögn Gríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert