Slökkvilið hefur lokið aðgerðum

Frá aðgerðum slökkviliðs á Amtmannsstíg í dag.
Frá aðgerðum slökkviliðs á Amtmannsstíg í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum á vettvangi við Amtmannsstíg í miðbæ Reykjavíkur, að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna bruna í húsi við Amtmannsstíg en útkallið barst á áttunda tímanum í morgun.

Slökkvilið bjargaði einstaklingi á miðhæð hússins og var hann fluttur á bráðamóttöku í kjölfarið.

Ekki vitað um ástand þess sem var bjargað

Slökkvilið lauk reykræstingu og frágangi rétt fyrir klukkan 11 og hefur lögregla nú tekið við aðgerðum, að því er Guðjón segir í samtali við mbl.is.

Hann segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um ástand einstaklingsins sem fluttur var til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert