Starfsaðstaða HSN í Sunnuhlíð stækkar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar …
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur verið heimilað að taka 250 fermetra húsnæði á leigu í Sunnuhlíð á Akureyri. Mun starfaðstaða HSN því fara úr 1800 fermetrum í 2050.

Þetta mun skapa aukið rými fyrir starfsemi HSN en starfsstöð Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands mun einnig vera með aðsetur í nýja rýminu.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Opna aðra starfsstöð

Enn er stefnt að því að opna aðra starfsstöð HSN á Akureyri og er sú vinna í höndum Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Þess má gera að ný heilsugæslustöð HSN í Sunnuhlíð var tekin í gagnið í mars á þessu ári og er rýmið sérhannað fyrir heilsugæsluþjónustu.

„Óhætt er að segja að með tilkomu hennar hafi orðið bylting varðandi alla aðstöðu starfsfólks og þeirra sem þangað sækja þjónustu. Með auknu húsnæði í Sunnuhlíð verður unnt að flytja þangað ýmsa starfsemi sem hefur verið rekin í leiguhúsnæði annars staðar í bænum og styðja þannig enn betur við starfsemina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert