Átta vilja Náttúruverndarstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður mun m.a. heyra undir stofnunina.
Vatnajökulsþjóðgarður mun m.a. heyra undir stofnunina. mbl.is/Eyþór

Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar sem auglýst var eftir í byrjun júlí sl., en stofnunin tekur við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar og tekur til starfa 1. janúar 2025.

Umsækjendur eru þessir:

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur, Hallur Helgason verkefnisstjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifstofu- og mannauðsstjóri, Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Kristófer S. Arnar P. Júlíusson líftæknir, María Ester Guðjónsdóttir ferðamála- og viðskiptafræðingur, Olumide Temitope Araoyinbo umsjónarmaður og Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar.

Sér um Snæfellsjökuls- og Vatnajökulsþjóðgarð

Hin nýja stofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þ.m.t. Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, ásamt vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.

Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar sem og eftirliti á fyrrgreindum sviðum.

Ekki verður skipuð sérstök stjórn yfir hinni nýju stofnun.

Tilkynning á vef Stjórnarráðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert