Auka á afköstin við dýpkun Landeyjahafnar

Skipið Álfsnes, sem Björgun á, hefur verið í Ártúnshöfðahöfn í …
Skipið Álfsnes, sem Björgun á, hefur verið í Ártúnshöfðahöfn í sumar. mbl.is/sisi

Í sumar hefur verið unnið að breytingum og viðhaldi á dýpkunarskipinu Álfsnesi á meðan skipið hefur legið í Ártúnshöfðahöfn.

Björgun ehf. er eigandi Álfsness og er með gildandi samning um dýpkun Landeyjahafnar. Unnið hefur verið eftir umbótaáætlun Björgunar.

Breytingarnar eru mislangt komnar en flest á að verða klárt áður en dýpkun hefst í Landeyjahöfn í haust.

„Með breytingunum ættu afköst við dýpkun að verða betri en þó er veðrið ávallt stærsta breytan í því hvernig gengur að halda Landeyjahöfn opinni,“ segir Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Vegagerðarinnar.

Afköst aukin við dælingar

Aðgerðaáætlun Björgunar miðar að því að auka afköst Álfsness við dælingar í Landeyjahöfn. Áætlunin miðar að því að ljúka þjálfun áhafnar við rétta beitingu tæknibúnaðar skipsins til að tryggja hámarksafköst þess.

Auk þess verður ráðist í uppfærslu á tæknilegum búnaði skipsins til að auka afköst þess enn frekar.

Frekari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert