Er Sigríður yfir Helga Magnúsi?

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Enn er deilt um hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi haft heimild til að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara skriflega áminningu árið 2022, en áminning er undanfari þess að viðkomandi sé látinn fara.

Helgi Magnús segir Sigríði hafa farið út fyrir valdsvið sitt, það sé ekki hennar að veita honum áminningu heldur þess sem skipar í embættið, þ.e. dómsmálaráðherra.

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) segir það hlutverk dómsmálaráðuneytisins að skýra hvort ríkissaksóknari teljist yfirmaður vararíkissaksóknara og þá hvort ríkissaksóknari hafi heimild til að veita umrædda áminningu.

Kemur þetta fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins, en KMR er hluti af ráðuneytinu.

Yfirmaður veitir áminningu

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er það yfirmaður/forstöðumaður stofnunar sem veitir áminningu.

„Hins vegar er það svo að um embætti vararíkissaksóknara gilda sérákvæði í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, um skipun hans og einnig hvert hlutverk hans er gagnvart ríkissaksóknara,“ segir í svari.

Segir í lögum þessum að vararíkissaksóknari starfi í umboði ríkissaksóknara og sé honum til aðstoðar – þó svo að það sé ráðherra sem skipar vararíkissaksóknara ótímabundið.

„Samkvæmt forsetaúrskurði fellur það undir málefnasvið dómsmálaráðherra að fara með lög nr. 88/2008 og þá túlkun á ákvæðum þeirra. Það fellur því undir málefnasvið dómsmálaráðuneytisins […] að skýra hvort ríkissaksóknari teljist yfirmaður/forstöðumaður vararíkissaksóknara í skilningi laga nr. 88/2008 og hafi þá heimild til að áminna hann“ samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka