Keypti smellubindi fyrir rúmar 300 þúsund krónur

Mikið hefur verið rætt og ritað um útgjöld í tengslum …
Mikið hefur verið rætt og ritað um útgjöld í tengslum við leiðtogafundinn í Hörpu. Samsett mynd/Kristinn/Eggert/Tie Mart

Rík­is­lög­reglu­stjóri keypti 146 smellu­bindi fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins og nam kostnaður­inn við þau 313.743 krón­um. Alls var keypt­ur fatnaður fyr­ir 12.366.643 krón­ur.

Þetta kem­ur fram í sölu­reikn­ing­um sem rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur veitt mbl.is aðgang að eft­ir að hafa upp­haf­lega hafnað því að birta gögn­in.

Úrsk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála skar úr um málið og var rík­is­lög­reglu­stjóra gert að birta umbeðin gögn.

Lögreglan var vel klædd á fundinum.
Lög­regl­an var vel klædd á fund­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

286 teygj­an­leg­ar skyrt­ur

Vörumerki á borð við Dijon, Cann­es og Lawr­ance voru vin­sæl á inn­kaupal­ist­an­um.

Sem dæmi voru keypt­ir 262 Dijon-jakk­ar sem kostuðu sam­tals 4.398.875 krón­ur.

Þá voru keypt­ar 286 teygj­an­leg­ar skyrt­ur frá Lawrence fyr­ir 1.673.192 krón­ur. Einnig voru keypt­ar 184 hefðbundn­ar skyrt­ur frá Lawrence sem kostuðu 1.076.458 krón­ur.

Frá leiðtogafundi Evrópuráðsins.
Frá leiðtoga­fundi Evr­ópuráðsins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Breyt­ing­ar á fatnaði kostuðu 860 þúsund

Einnig þurfti að greiða fyr­ir breyt­ing­ar á fatnaði og nam kostnaður­inn við það 860.467 krón­um.

Ýmis fatnaður á borð við bux­ur, skyrt­ur og blúss­ur eru einnig á sölu­reikn­ing­un­um.

Til dæm­is voru keypt­ar 255 bux­ur, hannaðar af fyr­ir­tæk­inu Monaco, sem kostuðu 1.473.492 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert