„Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið,“ segir í upphafi hugleiðinga veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun.
Gengur því í austan- og suðaustankalda með rigningu á suðurhelmingi landsins, en dregur úr vindi síðdegis.
Fyrir norðan verður yfirleitt hægari vindur og bjart með köflum. Spáð er dálítilli vætu seinnipartinn.
Á morgun er útlit fyrir suðvestangolu og rigningu í flestum landshlutum. Stöku skúrir verða norðaustan til. Hiti verður á bilinu 7 til 17 stig, mildast á Norðausturlandi.
Á föstudag er spáð norðlægri átt og léttir þá smám saman til sunnan heiða. Dálítil rigning eða súld verður á Norðurlandi og heldur kólnandi veður.