Bíll lenti á staur á Kjalarnesi fyrr í kvöld. Tilkynning um slysið barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu rétt eftir klukkan 22.00.
Þetta staðfestir Magnús Þórarinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
„Þetta reyndust síðan vera veikindi, hann var fluttur vegna veikinda á bráðamóttökuna,“ segir Magnús.