Loka akreinum á Geirsgötu

Fræsun og malbikun á götunni er lokið en nú verður …
Fræsun og malbikun á götunni er lokið en nú verður hafist handa við gönguþverun hennar við Reykjastræti. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Akstursstefnu í austur á Geirsgötu verður lokað um klukkan tíu á morgun, fimmtudag, og verður allri umferð í austur vísað á Hringbrautina eins og var gert nokkra daga í júlí.

Fræsun og malbikun á götunni er lokið en nú verður hafist handa við gönguþverun hennar við Reykjastræti.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Verkinu vonandi lokið fyrir menningarnótt

Segir þar að á sunnudag, 18. ágúst, verði norðurakrein svo lokað og unnið í henni og um leið verði akstur til vesturs um suðurakreinina leyfður.

„Á meðan þessu stendur verður opið í bílakjallarann við Hafnartorg en til að komast upp aftur þarf að fara út um rampinn hjá Hörpu,“ segir í tilkynningunni.

Kemur þá fram að að stefnt sé á að ljúka verkinu fyrir menningarnótt en veður geti þó sett strik í reikninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert