Bíll lenti aftan á gröfu í Ártúnsbrekku fyrr í kvöld. Tilkynning vegna málsins kom til slökkviliðsins klukkan 20.54.
Sjúkrabíll og dælubíll voru sendir á vettvang en dælubíllinn að mestu til þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila.
Þetta staðfestir Magnús Þórarinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Uppfært klukkan 21.30: Ökumaður bílsins sem að lenti aftan á gröfu hefur verið fluttur á Landsspítalann til aðhlynningar.
Uppfært klukkan 23.50: Magnús segir gröfuna hafa verið að keyra upp Ártúnsbrekkuna þegar bíll skall aftan á hana. Eins og fyrr segir var ökumaður bílsins fluttur á Landsspítalann en sá sem keyrði gröfuna komst óskaddaður frá slysinu.