Stígarnir látnir „svífa“ milli hveranna við Geysi

Verkið verður unnið í þremur áföngum og áætluð verklok allra …
Verkið verður unnið í þremur áföngum og áætluð verklok allra áfanganna eru í byrjun maí 2025. Ljósmynd/FSRE

Nú standa yfir framkvæmdir 1. áfanga á Geysissvæðinu með gerð göngustíga. Eru þeir hannaðir þannig að sem minnst rask verði á hverasvæðinu, með því að láta þá „svífa yfir“.

Lögð hefur verið ný leið að Strokki og liggja stígarnir að aðkomutorgi til móts við Þjónustumiðstöðina Geysi.

Verkið verður unnið í þremur áföngum og áætluð verklok allra áfanganna eru í byrjun maí 2025.

Í öðrum áfanga verður torgið byggt. Þar verða einnig settir setbekkir og brú yfir læk sem liggur fram hjá. Útboði er ekki lokið en kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 120 milljónum í þann áfanga. Í 3. áfanga verður farið í framkvæmdir sem snúa að aðbúnaði ferðafólks við Strokk.

Tilboð upp á 247 milljónir

Umhverfisstofnun er framkvæmdaraðili og Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) er umsjónaraðili.

Landmótun sf. sá um hönnun og Wiium ehf. er verktaki 1. áfanga. Tilboð þeirra var upp á 247 milljónir, sem var aðeins undir kostnaðaráætlun.

Áætlaður kostnaður við 2. áfanga er sem fyrr segir 120 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert