21% fleiri skiptifarþegar milli ára

Gistinætur á hótelum í júní 2024 voru 479.462 samanborið við …
Gistinætur á hótelum í júní 2024 voru 479.462 samanborið við 510.039 í júní 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 21% fleiri skiptifarþegar ferðuðust um Keflavíkurflugvöll í júlí á þessu ári en á síðasta ári. Nam fjöldinn 344.694 í ár en 283.927 árið áður.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands.

Á sama tíma drógust komur og brottfarir saman um 2% milli ára.

Þá segir á vefsíðunni að fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 31.019 í júní 2024 sem er 2% færri en voru í júní 2023 þegar fjöldinn var 31.580.

Gistinætur Íslendinga 5% fleiri milli ára

Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2023 til júní 2024 störfuðu að jafnaði um 29.336 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 27.847 fyrir sama tímabil frá árinu áður.

Gistinætur á hótelum í júní 2024 voru 479.462 samanborið við 510.039 í júní 2023. Gistinætur erlendra gesta voru 381.866 í júní eða 8% færri en á sama tíma árið áður.

Gistinætur Íslendinga voru 97.596, 5% fleiri en í júní 2023.

Í júlí voru 339.603 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 345.917 í júlí 2023. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 276.623 (+/-0%) samanborið við 275.885 í júlí 2023, að því er segir á vef hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert