Axel Ingi Árnason ráðinn forstöðumaður Salarins

Axel Ingi Árnason, forstöðumaður Salarins.
Axel Ingi Árnason, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd/Aðsend

Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins, en alls sóttu 30 um stöðuna. Axel Ingi er með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Kórstóri og píanóleikari

Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. Hann hefur frá hausti 2022 starfað sem verkefnastjóri viðburða og rekstrar í Salnum en frá því mars 2024 hefur Axel Ingi verið starfandi forstöðumaður Salarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert