„Bíðum eftir að eitthvað bresti“

Mælingar á aflögun og jarðskjálftavirkni sýna svipuð merki og fyrir …
Mælingar á aflögun og jarðskjálftavirkni sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Heldur færri jarðskjálftar mældust við kvikuganginn í Svartsengi síðastliðinn sólarhring heldur en síðustu daga.

Að sögn Bjarka Kaldlóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er hugsanlegt að veðuraðstæður séu að hafa áhrif á mælitækin en á bilinu 50-60 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn síðastliðinn sólarhring.

„Við höldum bara áfram í óvissunni og bíðum eftir að eitthvað bresti,“ segir Bjarki í samtali við mbl.is.

Mælingar Veðurstofunnar á aflögun og jarðskjálftavirkni sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni og þess vegna þarf að gera ráð fyrir því að kvikuhlaup og eldgos geti hafist hvenær sem er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert