Fjölskylduheimilið formlega opnað

Fjölskylduheimilið var formlega opnað í dag.
Fjölskylduheimilið var formlega opnað í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, opnuðu formlega fjölskylduheimilið Sólberg í Kotárgerði á Akureyri í dag.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að á heimlinu fer fram greiningar- og þjálfunarvistun fyrir börn og foreldra þeirra.

Heimilið hefur nú þegar tekið til starfa og er það rekið á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins sem undirritaður var í byrjun árs.

Markmiðið að grípa fyrr inn í

Á fjölskylduheimilinu er hægt að vista á sama tíma allt að tvær fjölskyldur og ólétta móður eða unga móður/foreldra með ungt barn.

Markmið heimilisins er að veita inngrip til skamms tíma þegar hefðbundin úrræði duga ekki til. Að grípa fyrr inn í mál barna og ungmenna en áður og koma þannig í veg fyrir að vandi þeirra vaxi.

Það er afar mikilvægt að grípa eins fljótt og auðið er inn í málin ef óheillaþróunar verður vart. Því fyrr sem við beinum fólki á rétta braut því betra,“ sagði Ásthildur Sturludóttir í ávarpi sínu í dag.

Verkefnið er tilraunaverkefni og er það fjármagnað af mennta- og barnamálaráðuneytinu og Akureyrarbæ en velferðarsvið Akureyrarbæjar sér um framkvæmd þess og utanumhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert