Glæsiþotur stóðu þétt á Reykjavíkurflugvelli

Einkaþotur á Reyjavíkurflugvelli.
Einkaþotur á Reyjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa vafalaust margir tekið eftir tíðum komum einkaþotna til Reykjavíkurflugvallar í sumar.

Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá vellinum um miðjan dag í gær stóðu þar alls átta einkaþotur og var ein þeirra nýlent og á leið í stæði.

Þessar fjórar sem hér sjást stóðu þétt saman á stæði við gamla Loftleiðahótelið. Flugáhugamenn gleðjast vafalaust yfir heimsóknunum enda eru þoturnar af ýmsum gerðum og margar þeirra afar glæsilegar að sjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert