Katrín óskar eftir styrkjum til að loka gatinu

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn þar sem safna …
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn þar sem safna hefur þurft fjármunum eftir kosningar. mbl.is/María

Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, óskar eftir styrkjum til að klára að fjármagna kostnaðinn við framboð Katrínar.

Bergþóra Benediktsdóttir, sem var kosningastjóri hjá Katrínu og er fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, birti færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook í dag þar sem segir:

„Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar – ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til.“

Þekkst hefur að safna þurfi fjármunum í einhvern tíma eftir kosningabaráttu og er þetta því ekki endilega óálgengt. Kosningarnar voru haldnar fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka