Keypti glock-skammbyssur fyrir 30 milljónir

Ríkislögreglustjóri keypti umtalsvert magn af skotvopnum fyrir fundinn. Búið er …
Ríkislögreglustjóri keypti umtalsvert magn af skotvopnum fyrir fundinn. Búið er að afmá sölureikninga verulega, eins og sjá má í fréttinni. Samsett mynd/Eggert/Wikimedia Commons/Ken Lunde (www.lundestudio.com)

Ríkislögreglustjóri keypti glock-skammbyssur fyrir 29.490.300 króna vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins. Skammbyssurnar virðast keyptar af Veiðihúsinu Sakka. 

Þetta kemur fram í sölureikningum sem mbl.is hefur verið veittur aðgangur að eftir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Eins og sjá má í myndum sem fylgja fréttinni þá er búið að afmá nánast allar upplýsingar um skotvopnakaupin.

Um er að ræða sölureikninga frá Sako Ltd, Heckler & Koch GmbH, Capsicum A/S og frá Veiðihúsinu Sakka ehf.

Eins og sjá má á þessum sölureikningi þá voru glock-skammbyssurnar …
Eins og sjá má á þessum sölureikningi þá voru glock-skammbyssurnar keyptar af Sakka. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri

Ekki upplýst um tvær tegundir skotvopna

Ríkislögreglustjóra er ekki gert að upplýsa um fjölda keyptra skot­vopna og skot­færa fyr­ir lög­regl­una, sem námu 185 millj­ón­um króna í heild sinni. Eru helstu uppgefnu ástæðurnar fyrir því bæði öryggi ríkisins og varnarmál. 

Skot­vopn­in sem voru keypt voru helst glock-skamm­byss­ur og hálf­sjálf­virk­ar MP5-byss­ur, en einnig voru tvær aðrar tegundir af skotvopnum keypt fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra. Ekki fengust upplýsingar um hver þau skotvopn voru.

„Að mati nefndarinnar verð­ur þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopn­anna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska al­manna­hagsmunum,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

Sjáðu sölureikningana:

Hér er búið að afmá allar helstu upplýsingar.
Hér er búið að afmá allar helstu upplýsingar. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Hér er búið að afmá helstu upplýsingar.
Hér er búið að afmá helstu upplýsingar. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Hér er sölureikningurinn fyrir kaup á MP5-byssunum. Búið er að …
Hér er sölureikningurinn fyrir kaup á MP5-byssunum. Búið er að afmá allar helstu upplýsingar. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Áframhald á sölureikningnum fyrir MP5-byssurnar.
Áframhald á sölureikningnum fyrir MP5-byssurnar. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Lokasíðan á MP5 sölureikningnum.
Lokasíðan á MP5 sölureikningnum. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Sölureikningur frá Sako. Óljóst er hvað þarna var keypt.
Sölureikningur frá Sako. Óljóst er hvað þarna var keypt. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
Seinni blaðsíðan á sölureikningi Sako.
Seinni blaðsíðan á sölureikningi Sako. Ljósrit/Ríkislögreglustjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka