Líkur á að dómurinn hafi áhrif á störf endurskoðenda

Endurskoðandinn og endurskoðendastofan voru dæmd skaðabótaskyld.
Endurskoðandinn og endurskoðendastofan voru dæmd skaðabótaskyld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við teljum líkur á að dómurinn muni hafa áhrif á störf endurskoðenda þegar kemur að gerð sérfræðiskýrslna.“

Þetta segir í skriflegu svari Unnars Friðriks Pálssonar, framkvæmdastjóra Félags löggiltra endurskoðenda, við fyrirspurn mbl.is um hvort dómur Hæstaréttar hefði áhrif á störf endurskoðenda. 

Í júní féll dómur í Hæstarétti sem varðaði endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofuna Ernst & Young. Var skaðabótaskylda þeirra staðfest vegna saknæmrar háttsemi endurskoðandans við gerð sérfræðiskýrslu. Nam skaðabótaskyldan 114 milljónum króna.

Kryfja málið á næstu mánuðum

„FLE mun á næstu mánuðum kryfja málið frekar og í framhaldinu fjalla um það og líkleg áhrif á vettvangi félagsins,“ segir jafnframt í svarinu.

Ágrein­ings­atriði máls­ins sneru að hluta­fjár­hækk­un fé­lags­ins Sam­einaðs Sílikons ehf. í lok árs 2016. Þar gerði endurskoðandinn sérfræðiskýrslu vegna hlutafjárhækkunarinnar.

Hæstiréttur segir í dómnum að sérfræðiskýrslan hafi leitt til þess að greiðslan sem barst fé­lag­inu hafi verið lægri en sem nam skráðri hluta­fjáraukn­ingu.

Ástæða þess verði fyrst og fremst rak­in til þess að hann sýndi ekki nægi­lega gætni við val á for­send­um um rekstr­ar­kostnaðar­hlut­fall og ávöxt­un­ar­kröfu í skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert