Norðanátt, þungbúið og væta um helgina

Úrkomuspáin á landinu kl. 12 á laugardag.
Úrkomuspáin á landinu kl. 12 á laugardag. Kort/Veðurstofa Íslands

Norðanátt verður á landinu um helgina en þó verða 10 til 15 stig yfir daginn að sunnan.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður fremur kalt fyrir norðan um helgina, þó hitastigið verði aðeins skárra yfir daginn.

Það verður norðanátt á landinu um helgina.
Það verður norðanátt á landinu um helgina. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Það verður þungbúið með vætu á norðanverðu landinu en það verður bjartara sunnan til og þá gætu orðið einhverjir smávegis skúrir síðdegis,“ segir veðurfræðingurinn í samtali við mbl.is.

Spurður hvort veðrið verði eins yfir alla helgina segir hann það snúast í þessa spá á morgun og að það verði síðan mjög svipað á laugardaginn, sunnudaginn og jafnvel mánudaginn líka.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert