Rannsókn miðar ágætlega

Davíð Viðarsson ásamt konu og manni eru enn í farbanni.
Davíð Viðarsson ásamt konu og manni eru enn í farbanni. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu í sakamáli tengdu veitingamanninum Davíð Viðarssonar, áður Quang Lé, miðar ágætlega að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.

„Málið er enn til rannsóknar og miðar ágætlega,“ segir Grímur við mbl.is en Davíð auk manns og konu voru í júní úrskurðuð í tólf vikna farbann að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið hafði áður setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars.

Þremenningarnir voru handteknir í kjölfar umfangsmikilla aðgerða á höfuðborgorgarsvæðinu og víðar en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert