Rannsókn miðar ágætlega

Davíð Viðarsson ásamt konu og manni eru enn í farbanni.
Davíð Viðarsson ásamt konu og manni eru enn í farbanni. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn lög­reglu í saka­máli tengdu veit­inga­mann­in­um Davíð Viðars­son­ar, áður Quang Lé, miðar ágæt­lega að sögn Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Málið er enn til rann­sókn­ar og miðar ágæt­lega,“ seg­ir Grím­ur við mbl.is en Davíð auk manns og konu voru í júní úr­sk­urðuð í tólf vikna far­bann að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Fólkið hafði áður setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í mars.

Þre­menn­ing­arn­ir voru hand­tekn­ir í kjöl­far um­fangs­mik­illa aðgerða á höfuðborg­org­ar­svæðinu og víðar en til­efni þeirra var rök­studd­ur grun­ur um man­sal, pen­ingaþvætti, brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og grun­ur um skipu­lagða brot­a­starf­semi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert