Saka eiganda pílustaðar um rógburð

Ljósmynd/Colourbox

Stjórn húsfélagsins að Kolagötu 1-3 í Reykjavík mótmælir fullyrðingu framkvæmdastjóra pílustaðarins Skors, sem hann viðhafði nýverið í viðtali í Morgunblaðinu, um að íbúar hefðu hafnað hljóðmælingum í húsinu vegna starfsemi staðarins. Sakar hússtjórnin framkvæmdastjórann, Braga Ægisson, um rógburð í umræddu viðtali, sem birtist 27. júlí sl.

Segir stjórnin að hljóðmælingar hafi átt sér stað í minnst þremur íbúðum oftar en einu sinni ásamt fleiri upptökum frá hljóðmælingum. Íbúar og aðstandendur Skors hafa átt í deilum um starfsemina, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu.

Stjórn húsfélagsins sendi blaðinu yfirlýsingu þar sem kemur m.a. fram að heilbrigðiseftirlitið hafi staðfest að það sé ónæði frá starfseminni og bent á að það sé óheppilegt að vera með slíka starfsemi í íbúðarhúsi. Jafnframt hafi verslanir og íbúar kvartað yfir steikarbrælu sem berst yfir til þeirra. Það sé ljóst að þessi veitingastaður eigi ekki heima á þessu svæði. Skemmtistaðnum fylgi verulegt ónæði enda geri staðurinn út á drykkjuleiki, sem sjá má í auglýsingum frá þeim.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert