Sjö deilum vísað til ríkissáttasemjara

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir sjö deilur til meðferðar hjá embættinu.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir sjö deilur til meðferðar hjá embættinu. mbl/Arnþór Birkisson

Sjö kjaradeilum hefur verið vísað til embættis ríkissáttasemjara og eru í vinnslu hjá embættinu.

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Deilurnar eru eftirfarandi:

  1. Læknafélag Íslands og Samninganefnd ríkisins (SNR)
  2. Fagfélög og SA vegna Landsnets
  3. Flugvirkjafélag Íslands og Atlanta
  4. Tollvarðafélag Íslands og Samninganefnd ríkisins (SNR)
  5. Stéttarfélagið AFL og Samband íslenskra sveitarfélaga
  6. RSÍ og Verne Global
  7. Skipstjórnarmenn og SA vegna millilandaskipa

Þá segir að deilunni milli Tollvarðafélag Íslands og Samninganefnd ríkisins hafi verið vísað til meðferðar gerðardóms.

Að auki séu ýmis verkefni með verkstjórn ríkissáttasemjara eins og verið hefur, segir í svari ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert