Stuðið heldur áfram í Spursmálum

Jón Gnarr þvertók fyrir það um nýliðin áramót að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. En það gerði hann þó. Dóri DNA reyndist sannspár um eldgos í desember. Á vettvangi Spursmála getur allt skeð.

Þetta myndband er brot af því besta sem gerðist í fyrstu 30 þáttunum sem sendir hafa verið út á mbl.is undir merkjum Spursmála.

Borgarstjórinn mætir til leiks

Stuðið heldur svo áfram á morgun þegar þættirnir hefja göngu sína að nýju eftir stutt sumarfrí. Fyrstu gestir þáttarins eru þau Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.

Þátturinn er sýndur kl. 14:00 á mbl.is og verður í kjölfarið aðgengilegur á öllum helstu streymis- og hlaðvarpsveitum.

Jón Gnarr var mættur í settið sem forsetaframbjóðandi, örfáum mánuðum …
Jón Gnarr var mættur í settið sem forsetaframbjóðandi, örfáum mánuðum eftir að hann hafði á sama vettvangi þvertekið fyrir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert