Tíu milljónir í orlofsgreiðslu

Dagur átti samkvæmt ákvæðum kjarasamninga rétt á 240 stunda orlofi …
Dagur átti samkvæmt ákvæðum kjarasamninga rétt á 240 stunda orlofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borgarstjóra. mbl.is/Árni Sæberg

Til viðbót­ar við 9,6 millj­ón­ir í biðlaun greiðir borg­in Degi B. Eggerts­syni 9,7 millj­ón­ir í or­lof­s­upp­gjör vegna síðastliðinna tíu ára.

Í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, kem­ur fram að Dag­ur átti sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra.

Or­lofið safnaðist upp

Í svar­inu kem­ur fram að fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri hafi á þeim árum ekki haft tök á að taka fullt or­lof og því hafi ótekn­ar or­lofs­stund­ir safn­ast upp og verið flutt­ar á milli or­lofs­ára.

Þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka or­lof og nýta áunn­ar or­lofs­stund­ir.

Við gildis­töku kjara­samn­inga árið 2020 hjá Reykja­vík­ur­borg, ríki og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hafi komið inn nýtt ákvæði þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs.

Meðal þeirra mark­miða sem búa að baki breyt­ingu á or­lofskafla kjara­samn­ings og fram­kvæmd hon­um tengd­um sé verið að tryggja að starfs­fólk fái notið or­lofs til að ná hvíld og end­ur­heimt frá starfi í sam­ræmi við rétt þess þar á, en safni hon­um ekki upp, seg­ir í svari borg­ar­rit­ara.

Í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna

Hild­ur seg­ir að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör. Mér þykir eðli­legt að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um um hvernig upp­gjöri hef­ur verið háttað við starfs­lok æðstu emb­ætt­is­manna á und­an­förn­um árum.“

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is

Hild­ur seg­ir að í kjara­samn­ingi milli borg­ar­inn­ar og Sam­eyk­is komi fram að ekki sé heim­ilt að fresta or­lofs­greiðslum milli ára nema um sér­stak­ar kring­um­stæður sé að ræða eins og við fæðing­ar­or­lof eða þá að yf­ir­maður hafi kraf­ist þess vegna verk­efna sem þyrfti að ljúka.

„Það er ekki hægt að sjá að slíkt eigi við í til­felli borg­ar­stjóra,“ seg­ir Hild­ur og tel­ur að það sé eðli­legt fram­hald í mál­inu að fá túlk­un Sam­eyk­is á því hvort or­lofs­greiðslur til borg­ar­stjóra tíu ár aft­ur í tím­ann séu sam­kvæmt kjara­samn­ingn­um.

„Al­menna regl­an er að starfs­menn taki út or­lof sitt á or­lofs­ár­inu. Hug­mynd­in á bak við or­lofið er vænt­an­lega sú að starfs­menn taki út hvíld og mæti svo end­ur­nærðir í vinnu að fríi loknu. Ég fæ ekki séð að þær aðstæður hafi verið uppi sem rétt­læti greiðslur tíu ára upp­safnaðs or­lofs,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert