3,5 stiga skjálfti í Bárðarbungu

Flogið yfir Bárðarbungu.
Flogið yfir Bárðarbungu. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Skjálfti af stærðinni 3,5 varð í suðaustanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 2.53 í nótt. Í kjölfarið urðu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um óróa, að því er segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Síðast varð skjálfti á þessum slóðum af þessari stærð 30. júní, en að sögn Veðurstofunnar hafa 15 skjálftar, 3 eða stærri, orðið á svæðinu frá áramótum. Stærstur þeirra varð 5,4 stiga skjálfti 21. apríl. 

„Er hann stærsti skjálftinn frá goslokum í febrúar 2015. Jarðskjálftar eru algengir í Bárðarbungu,“ segir í tilkynningu Veðurstofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert