Alma Mjöll tekur við af Sunnu

Alma tekur við af Sunnu.
Alma tekur við af Sunnu. Samsett mynd

Alma Mjöll Ólafsdóttir er nýr framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.

Hún tekur við starfinu af Sunnu Valgerðardóttur sem hefur störf á skrifstofu flokksins þar sem hún verður samskipta- og miðlunarstjóri. Sunna tók við starfi framkvæmdastjóra í maí.

Í tilkynningu frá Vinstri grænum segir að Alma Mjöll hafi starfað sem rannsóknarblaðakona á Heimildinni og hafi í störfum sínum lagt áherslu á málaflokka eins og húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Hún hafi unnið til blaðamannaverðlauna Íslands árið 2020 fyrir umfjöllun um loftlagsmál.

Þá sé hún menntuð í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands og hafi áður starfað sem leikstjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert