Brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi

Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til aðstoðar í Hafnarfirðinum fyrr í …
Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til aðstoðar í Hafnarfirðinum fyrr í kvöld. Ljósmynd/Ingvar

Aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Áslandinu í Hafnarfirði er lokið. Var sérsveitin kölluð til aðstoðar eftir að íbúi í blokkaríbúð brást illa við þegar lögregla var að framkvæma afturköllun á skotvopnaleyfi.

Þeta segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is

Segir Sævar að samningamenn hafi líka verið kallaðir til, til þess að ræða við íbúann, og endaði það með því að íbúinn kom sjálfur út og var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert