Evrópa ekki staðið við skuldbindingar

Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa mörg ekki staðið við skuldbindingar sínar er lúta að varnarsambandi bandalagsins, með því að vanrækja varnarmál sín, að sögn Hjartar J. Guðmundssonar sagnfræðings og alþjóðastjórnmálafræðings, viðmælanda Dagmála.

Hann segir Bandaríkin í reynd vera eina NATO-ríkið sem sé til þess bært að verja sjálft sig og aðra, en fæst Evrópuríki séu yfirhöfuð bær til þess að verja sig sjálf, og hvað þá taka til varna fyrir aðra líkt og þau þó hafa skuldbundið sig til með aðild að varnarbandalaginu.

Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.

Bandaríkin reddi öllu

„Það hefur verið haldið svo illa á málum, þeir hafa bara verið vanræktir [flestir herir í Evrópu]. Það hafa ekki verið lagðir nógu miklir peningar í þetta og flestir herir í Evrópu ráða varla við að verja sitt eigið land, hvað þá annarra. Þetta miðar allt við það að Bandaríkin komi og reddi öllu,“ segir Hjörtur.

Fólk þræti um að ef Donald Trump færi með Bandaríkin úr NATO eða neitaði að verja bandalagsríki væri hann ekki að standa við skuldbindingar.

„Það má á sama tíma segja að flest Evrópuríki sem eru í NATO hafi ekki verið að standa við þessar skuldbindingar. [...] Það er ekki nóg að segjast vera „einn fyrir alla og allir fyrir einn“, eins og er oft talað um í tengslum við NATO, ef þú getur það ekki. „Jájá, ég kem og hjálpa þér,“ en svo hefur þú enga burði til þess.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka