Fer fram á þungan dóm yfir Pétri Jökli

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sak­sókn­ari fer fram á þung­an dóm yfir Pétri Jökli Jónas­syni fyr­ir aðild hans að stóra kókaín­mál­inu, eða að minnsta kosti sex og hálfs árs fang­elsi.

Aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í mál­inu lauk í dag með mál­flutn­ingi Dag­mar­ar Asp­ar Vé­steins­dótt­ur sak­sókn­ara og Snorra Sturlu­son­ar verj­anda Pét­urs.

Pét­ur Jök­ull er sakaður um til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots með því að hafa, ásamt fjór­um öðrum, reynt að smygla tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins frá Bras­il­íu. Efn­in voru fal­in í trjá­drumb­um og voru gerð upp­tæk í Rotter­dam í Hollandi og gervi­efn­um komið fyr­ir í staðinn.

Í nóv­em­ber voru Birg­ir Hall­dórs­son, Páll Jóns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Daði Björns­son dæmd­ir í fimm til níu ára fang­elsi í Lands­rétti.

Dag­mar sak­sókn­ari tel­ur að hlut­verk Pét­ur Jök­uls hafi verið álíka og Birg­is, eða jafn­vel um­fangs­meira.

Snorri gagn­rýndi rann­sókn lög­reglu og sagði ekk­ert tengja Pét­ur Jök­ul við málið. „Eina sem teng­ir Pét­ur við þetta mál eru kenn­ing­ar lög­reglu,“ sagði hann og bætti við að vinnu­brögð lög­reglu stæðust hvorki kröf­ur um vand­virkni né hlut­leysi.

Framb­urður Daða mik­il­væg­ur

Dag­mar hóf mál sitt á að segja að framb­urður Daða Björns­son­ar skipti mjög miklu máli. Hún sagði framb­urð hans hafa verið trúðverðugan og allt sem hann hefði sagt hefði staðist. Fyr­ir dómi sagðist Daði standa við fyrri framb­urð sinn. 

Daði var í sam­skipt­um við ein­hvern Pét­ur. Fyr­ir dómi sagði hann hins veg­ar það ekki hafa verið Pét­ur Jök­ul.

Daði hitti mann­inn nokkr­um sinn­um í eig­in per­sónu og var í sam­skipt­um við hann í gegn­um síma. Daði lýsti téðum Pétri sem stór­gerðum, þrekn­um og ljós­hærðum manni sem var oft klædd­ur í jakka með Stone Is­land-merki. Pét­ur Jök­ull viður­kenndi fyr­ir dómi að hafa átt slík­an jakka.

Dag­mar sagði lýs­ing­una passa við Pét­ur Jök­ul.

Snorri sagði lýs­ing­una geta passað við marga menn og að Pét­ur Jök­ull væri frek­ar í átt­ina að vera rauðhærður. „Þessi lýs­ing gæti átt við miklu fleiri aðila held­ur en Pét­ur Jök­ul Jónas­son,“ sagði Snorri á ein­um tíma­punkti.

Snorri sagði Pétur Jökul frekar vera rauðhærðan.
Snorri sagði Pét­ur Jök­ul frek­ar vera rauðhærðan. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Dag­mar vísaði einnig til þess að Daði hefði sagt að Pét­ur byggi við Kaffi Loka, en á þeim tíma leigði Pét­ur Jök­ull á Loka­stíg. Snorri sagði að í skýrslu­töku lög­reglu yfir Daða hefðu þau orð komið upp­runa­lega frá lög­reglu­manni, ekki Daða sjálf­um.

„Lé­leg­ur felu­leik­ur“

Þá vildi Snorri meina að ein­stak­ling­ur sem hef­ur þann ásetn­ing að fela sig fyr­ir lög­reglu myndi ekki gefa upp rétt eig­in­nafn, annað væri „lé­leg­ur felu­leik­ur“.

Því væri alls ekk­ert víst að rétta nafn manns­ins væri Pét­ur yfir höfuð. Snorri sagði enga sönn­un vera fyr­ir því að sá sem Daði var í sam­skipt­um við héti Pét­ur. Snorri sagði það „glanna­legt“ að halda því fram.

Snorri sagði Daða vera lyk­il­vitni í mál­inu gegn Pétri Jökli og að ákæru­valdið byggði málið nán­ast ein­göngu á hans framb­urði. Hann ít­rekaði að Daði sagði Pét­ur Jök­ul ekki vera mann­inn sem hann hefði verið í sam­skipt­um við og að hann myndi þekkja þann mann ef hann sæi hann aft­ur.

Snorri sagði ekki um breytt­an framb­urð að ræða hjá Daða né að hann hefði breytt neinu í frá­sögn sinni, „held­ur er lög­regl­an ein­fald­lega með rang­an mann“.

Þá benti Snorri á að Páll, Birg­ir og Jó­hann­es sögðust annaðhvort ekki þekkja Pét­ur Jök­ul eða að hann væri ekki rétt­ur maður.

200 skila­boð

Dag­mar sagði að síma­gögn styddu einnig við til­gátu lög­reglu. Meðal ann­ars hefði Daði sagt að Pét­ur væri að baki not­enda­nöfn­um sem hann var í sam­skipt­um við á for­rit­inu Signal.

Í máls­gögn­um eru meira en 200 skila­boð á milli Daða við not­and­ann „Harry“. Þar er meðal ann­ars rætt und­ir­bún­ing fyr­ir komu fíkni­efn­anna.

Á sama tíma ræðir Harry við Sverri Þór Gunn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Svedda tönn, um fíkni­efnaviðskipti.

Upp­tak­an um­deild

Eitt af lyk­il­sönn­un­ar­gögn­um í mál­inu er upp­taka lög­reglu af Daða að tala við mann í síma er hann var að meðhöndla efn­in í hús­næði í Gjá­hellu í Hafnar­f­irði.

Dansk­ur sér­fræðing­ur í radd­grein­ingu taldi lík­legt að rödd Pét­urs heyrðist á upp­tök­unni og þá sagði lög­reglumaður fyr­ir dómi hann vera viss um það sama.

Snorri sagði upp­tök­una óskýra og það vera með ólík­ind­um að full­yrða um slíkt þar sem varla heyrðist í mann­in­um á upp­tök­unni.

Þá sagði hann rann­sókn sér­fræðings­ins að mörgu leyti hug­læga og því ekki hægt að nota hana líkt og DNA–sýni eða fingraf­ar.

Snorri sagði sönn­un­ar­gildi skýrsl­unn­ar að hans mati því vera „ná­kvæm­lega ekki neitt“.

Þá gerði hann at­huga­semd við það að upp­tök­urn­ar sem sér­fræðing­ur­inn hafði til sam­an­b­urðar voru úr skýrslu­tök­um hjá lög­reglu þar sem Pét­ur Jök­ull neitaði að tjá sig.

Æfing í World Class

Þá tók­ust Snorri og Dag­mar um sam­skipti á milli Daða og Harry um að sá síðar­nefndi ætlaði á æf­ingu. Sama dag fór Pét­ur Jök­ull í World Class í Laug­um.

Snorri benti á að síma­gögn gæfu ekki til­kynna að Harry hefði verið í Laug­ar­daln­um. Hann sagði kenn­ingu lög­reglu því ómark­tæka. 

Dag­mar benti hins veg­ar á að Pét­ur Jök­ull hefði getað skilið eft­ir sím­ann eða tekið með sér ann­an síma á æf­ing­una.

Neðstur í gogg­un­ar­röðinni

Dag­mar sagði að miðað við sönn­un­ar­gögn­in ætti að horfa til þess að neit­un Daða fyr­ir að hann hefði verið í sam­skipt­um við Pét­ur Jök­ul sé ótrú­verðug.

Þá sé mik­il­vægt að líta til þess að Daði hefði verið neðstur í gogg­un­ar­röðinni og hugs­un­in sú að „fórna“ hon­um.

Hann var sá sem tók hús­næði að leigu, meðhöndlaði efn­in og átti að koma þeim áfram, ólíkt hinum sak­born­ing­un­um.

Dag­mar sagði Pét­ur Jök­ul hafa fengið Daða til verks­ins og stýrt hon­um í einu og öllu, m.a. út­vegað hon­um síma og fjár­muni. Daði hefði því engra kosta völ en að neita þegar hann var spurður fyr­ir dómi hvort Pét­ur Jök­ull væri rétti maður­inn.

Tólf atriði

Dag­mar sagðist geta nefnt að minnsta kosti tólf atriði sem benda til þess að Pét­ur Jök­ull hefði átt aðild að mál­inu, þar á meðal lýs­ingu Daða á út­liti hans, æf­ing­una í World Class, ferðalög hans til Íslands, Spán­ar, Bras­il­íu og Taí­lands og að hann hefði þekkt Daða og Birgi og verið í sam­skipt­um við þá.

Snorri var ekki sam­mála og sagðist varla geta fall­ist á eitt atriði sem tengdi Pét­ur Jök­ul við málið.

Dag­mar sagði mik­il­vægt að horfa á heild­ar­mynd­ina.

Snorri nefndi að ákæru­valdið hefði ekki skýrt hvað Pét­ur Jök­ull hefði verið að gera í Bras­il­íu og hver aðkoma hans að gám­in­um með fíkni­efn­un­um hefði átt að vera.

Í andsvör­um sín­um sagði Dag­mar að í svo stór­um og um­fangs­mikl­um fíkni­efna­mál­um hefði lög­regla aldrei all­ar upp­lýs­ing­ar og gæti ekki vitað um máls­at­vik frá a til ö. 

Neit­ar sök

Líkt og áður sagði tel­ur ákæru­valdið hlut­verk Pét­urs hafa verið álíka, ef ekki meira, en Birg­is, þ.e.a.s. að stýra und­ir­mönn­um, og því ætti refs­ing að vera sam­bæri­leg. Birg­ir hlaut átta ára dóm í héraði en dóm­ur­inn var mildaður í sex og hálft ár í Lands­rétti.

Dag­mar sagði einnig mik­il­vægt að líta til þess að fjór­menn­ing­arn­ir játuðu brot sitt að hluta, en það hef­ur Pét­ur Jök­ull ekki gert.

Hún sagði hann ekki eiga sér nein­ar máls­bæt­ur fyr­ir utan að hafa komið til Íslands frá Taílandi í sam­ráði við ís­lensku lög­regl­una eft­ir að lýst var eft­ir hon­um á vefsíðu In­terpol.

Snorri sagði eng­in skyn­sam­leg rök fyr­ir því að sak­fella Pét­ur Jök­ul og því bæri að sýkna hann.

Gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir Pétri Jökli renn­ur út 5. sept­em­ber.

Snorri Sturluson verjandi Péturs.
Snorri Sturlu­son verj­andi Pét­urs. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert