Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi

Flugvélar Ernis, sem nú hefur verið lagt, á geymslusvæði Reykjavíkurflugvallar.
Flugvélar Ernis, sem nú hefur verið lagt, á geymslusvæði Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/Sigurður Bogi

Flugfélagið Ernir hefur misst flugrekstrarleyfi sitt.

„Það uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til handhafa flugrekstrarleyfa,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofunnar, í samtali við mbl.is.

Mýflug tekur við flugi til Hafnar

Ernir er með samningsbundin verkefni um flug til Hafnar í Hornafirði.

Sólveig Gísladóttir, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að flugfélagið Mýflug muni nú taka við því flugi næstu tvær vikur. 

„Síðan kemur í ljós, núna eftir tíu daga eða svo, niðurstaða í útboði sem var í vor. Þá kemur í ljós hver tekur við þessari flugleið,“ segir Sólveig og bætir við:

„Þannig það á ekki að vera neitt fall á þjónustu fyrir þá sem eru að fljúga þangað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert