Gripið fyrr inn í vandamálin

Frá vígslu fjölskylduheimilisins Sólbergs á Akureyri í gær.
Frá vígslu fjölskylduheimilisins Sólbergs á Akureyri í gær. mbl.is/Margrét Þóra

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri opnuðu í gær með formlegum hætti fjölskylduheimilið Sólberg í Kotárgerði á Akureyri.

Heimilið hefur nú þegar tekið til starfa en þar fer fram greiningar- og þjálfunarvistun fyrir börn og foreldra þeirra.

Fjölskylduheimilið er rekið á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins sem undirritaður var í byrjun árs.

Á efri hæð hússins í Kotárgerði er hægt að vista á sama tíma allt að tvær fjölskyldur og að auki er aðstaða á neðri hæð til að vista unga móður/foreldra með ungt barn eða þungaða móður.

Vandi greindur og viðeigandi þjálfun í boði

Markmiðið með fjölskylduheimili er að veita inngrip til skamms tíma þegar hefðbundin úrræði duga ekki til.

Þar eru börn og ungmenni vistuð, vandi þeirra greindur og viðeigandi þjálfun fer fram sem miðar að því að styrkja forsjáraðila í uppeldishlutverki þeirra og aðstoða börn og ungmenni með viðeigandi hætti svo þau geti snúið heim aftur.

Með úrræðinu er leitast við að grípa fyrr inn í mál barna og ungmenna en áður og koma þannig í veg fyrir að vandi þeirra vaxi og að grípa þurfi til meiri íþyngjandi úrræða, svo sem langtímavistunar fjarri heimabyggð.

Við opnun heimilisins, sem hefur fengið nafnið Sólberg, fluttu ávörp þau Vilborg Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Eyjafjarðar, Ásmundur Einar Daðason, Ásthildur Sturludóttir og Ingibjörg Kristín Gunnarsdóttir sem veitir Sólbergi forstöðu. Öll voru þau bjartsýn á að nýtt úrræði í barnaverndarmálum væri farsælt skref í rétta átt.

„Málefni barna hafa verið mér sérstaklega hugleikin. Erfiðar aðstæður í æsku geta valdið börnum streitu, veikindum, vanlíðan og erfiðleikum langt inn á fullorðinsárin og jafnvel út lífið ef ekki er reynt að bregðast fljótt við með viðeigandi stuðningi. Ég hef í embætti mínu frá upphafi lagt áherslu á réttindi barna og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur m.a.

Ásmundur Einar ásamt fríðum hópi kvenna, f.v. Karólína Gunnarsdóttir, sviðsstjóri …
Ásmundur Einar ásamt fríðum hópi kvenna, f.v. Karólína Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, Ingibjörg Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri í Sólbergi, Katrín Björnsdóttir, Anna Guðlaug Gísladóttir og Aldís Hilmarsdóttir, starfsmenn á Sólbergi, Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs, Sólrún Tryggvadóttir, starfsmaður á Sólbergi, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Mbl.is/Margrét Þóra
Frá vígslu Sólbergs á Akureyri.
Frá vígslu Sólbergs á Akureyri. Mbl.is/Margrét Þóra
Frá vígslu Sólbergs á Akureyri.
Frá vígslu Sólbergs á Akureyri. Mbl.is/Margrét Þóra
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert