Guðlaugur Þór og Haraldur úthluta rúmum milljarði

Guðlaugur Þór Þórðarson og Haraldur Benediktsson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Haraldur Benediktsson. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

Úthlutun Orkusjóðs á almennum styrkjum sem veittir verða til orkuskipta árið 2024 verður kynnt í dag kl.13.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Styrkveitingar nema rúmlega 1,3 milljörðum

Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. 

Styrkveitingar þessa árs nema rúmlega 1,3 milljörðum kr. og hafa aldrei verið hærri, að því er umhverfisráðuneytið greinir frá. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpar fundinn og Haraldur Benediktsson, stjórnarformaður Orkusjóðs, kynnir úthlutanir sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert