Hoppaði fram af svölum á þriðju hæð með hníf

Atvikið átti sér stað í Urriðaholti í morgun.
Atvikið átti sér stað í Urriðaholti í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð út í Urriðaholt vegna karlmanns sem hélt á hníf og hoppaði fram af svölum á þriðju hæð. 

Sævar Guðmundsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að útkallið hafi borist klukkan 8.20 í morgun.

„Hann fór fram af svölum á þriðju hæð, þannig svolítið fall. En hann hljóp síðan bara í burtu á vettvangi og vildi helst ekkert við okkur tala. En það tókst nú að lokum að ná honum og fara með hann í sjúkrabíl.“

Hann segir að karlmaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi en hafi verið fluttur á slysadeild til skoðunar. 

Vísir greindi fyrst frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka