Komið í veg fyrir leka hjá Hafró

Unnið er að því að koma í veg fyrir vatnsleka …
Unnið er að því að koma í veg fyrir vatnsleka meðfram gluggum. mbl.is/SES

Unnið er að því að koma í veg fyrir vatnsleka meðfram gluggum í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar, Hafró, í Hafnarfirði.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Jón Rúnar Halldórsson, einn eigenda húsnæðisins, sem Hafró leigir, segir engar alvarlegar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu og að um sé að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir.

„Það kom í ljós að það hefði verið betra að hafa frágang í kringum glugga með öðrum hætti. Til að fyrirbyggja til framtíðar erum við að breyta því,“ segir Jón Rúnar.

Fleiri ættu að grípa fyrr inn í

Hann segir myndir af húsinu geta bent til verri stöðu en raun ber vitni. Til að komast að gluggunum þurfi hins vegar að fjarlægja nærliggjandi plötur.

„Í sjálfu sér er þetta venjulegt fyrirbyggjandi viðhald. Það ættu kannski fleiri að grípa fyrr inn í áður en eitthvað gerist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert