Mikill áhugi á að skoða nýju hraunin

Teljari var settur upp milli bílastæðis og göngusvæðisins við nýja …
Teljari var settur upp milli bílastæðis og göngusvæðisins við nýja áningarstaðinn sem er norðan við nýja hraunið við Sýlingarfell. Ljósmynd/Ferðamálastofa

Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness, segir að daglega leggi fjölmargir ferðamenn leið sína að nýju hraununum á Reykjanesi. Ef vel fari geti sá áhugi með tímanum skapað tækifæri fyrir Grindvíkinga og átt þátt í að endurræsa bæjarfélagið.

Þuríður segir Grindavíkurbæ, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Reykjaness, ásamt Vegagerðinni og fleiri aðilum, hafa unnið að aðgengis- og öryggismálum á svæðinu og í því skyni komið upp áningarstað fyrir ferðamenn í Grenjadal sem sé norðan við þann stað þar sem hraunið rann yfir Grindavíkurveg við Sýlingarfell.

Svæðið hafi verið opnað í síðari hluta júlí en með teljara sé hægt að áætla fjölda gesta á svæðinu sem nýtist við rýmingu svæðisins.

Allt að 1.600 manns á dag

Hún segir áætlað að 893 gestir hafi komið á áningarstaðinn milli fjögur og fimm síðdegis sl. miðvikudag.

Þá hafi um 1.600 manns komið á svæðið sl. laugardag, samkvæmt teljaranum sem er milli bílastæðisins og göngusvæðisins. Með áningarstaðnum hafi verið brugðist við mikilli umferð ferðamanna sem koma að skoða svæðið.

Þuríður Halldóra Aradóttir Braun.
Þuríður Halldóra Aradóttir Braun. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum að fá fleiri ferðamenn en áður, náttúruunnendur og áhugafólk um jarðfræði, sem hafa sérstakan áhuga á að skoða eldgosasvæðið. Eftir að leiðin var opnuð í Bláa lónið í byrjun júlí voru töluvert margir ferðamenn að leggja bílum sínum við Grindavíkurveg til að geta skoðað nýja hraunið. Þannig að það var settur upp áningarstaður við Grindavíkurveg til að greiða fyrir umferð og settur upp teljari til að áætla fjölda gesta,“ segir Þuríður.

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert