Net Háskóla Íslands liggur niðri

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Netið liggur niðri hjá Háskóla Íslands eftir að bilun kom upp í miðlægum búnaði háskólans.

Þetta staðfestir Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri upplýsingatæknimála Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Guðmundur segir að unnið sé að viðgerðum og að bætt verði úr þessu síðar í dag.

Hann tekur fram að ekki sé um tölvuárás að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert