Ók án ökuréttinda á lögreglubifhjól

Reyndist bifhjólamaðurinn vera án ökuréttinda og er grunaður um að …
Reyndist bifhjólamaðurinn vera án ökuréttinda og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bifhjólamaður var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa eftir að lögregla hafði veitt honum eftirför í dag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn ók hjólinu, sem skorti bæði skráningarmerki og hliðarspegla, á um 150 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Bifhjólamaðurinn ók einnig á gangstétt á yfir 110 km/klst áður en för hans tók enda, þegar hann ók á lögreglubifhjól. 

Reyndist maðurinn vera án ökuréttinda og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann hlaut ekki áverka af atvikinu. 

Mögulega ölvaður ökumaður stöðvaði umferð

Þá hafði ökumaður stöðvað umferð á Vesturlandsvegi í dag en ók af stað aftur áður en lögregla kom á vettvang. Lögregla handtók manninn síðan seinna sökum gruns um ölvun við akstur.

Einnig var tilkynnt um mann til ama í miðbænum og um þjófnað í verslunarmiðstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert