Ökumaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag hefur gefið sig fram.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Ökumaðurinn ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf um þrjúleytið í fyrradag. Stúlkan hafnaði á vélarhlíf bifreiðarinnar og rann svo af henni.
Ökumaðurinn skeytti engu og ók af vettvangi.