Ökumaðurinn gaf sig fram

Ökumaðurinn gaf sig fram.
Ökumaðurinn gaf sig fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaðurinn sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti eftir í dag hefur gefið sig fram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Ökumaðurinn ók á ung­lings­stúlku á Vatns­enda­vegi í Kópa­vogi við Ögur­hvarf um þrjú­leytið í fyrra­dag. Stúlk­an hafnaði á vél­ar­hlíf bif­reiðar­inn­ar og rann svo af henni.

Ökumaður­inn skeytti engu og ók af vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert