Sekt fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf

Fjarskiptafyrirtækið Míla þarf að greiða þrjár milljónir króna í sekt.
Fjarskiptafyrirtækið Míla þarf að greiða þrjár milljónir króna í sekt. Ljósmynd/Míla

Míla hf., sem er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði, hefur verið sektað fyrir ranga og ófullnægjandi upplýsingagjöf til Fjarskiptastofu.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu en Míla hf. er gert að greiða þrjár milljónir króna í stjórnvaldssekt.

Málið snýst um að Míla hafi ekki upplýst Fjarskiptastofu um fyrirliggjandi kaupáform félagsins á ljósleiðaraneti Skaftárhrepps fyrr en eftir að þau höfðu gengið um garð þrátt fyrir ítrekaðar leiðbeiningar af hálfu Fjarskiptastofu til Mílu hf. Saknæmisstig háttseminnar var metið talsvert hátt.

Ákvörðun Fjarskiptastofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert