Skjálfti af stærðinni 3 reið yfir Grímsey skömmu eftir miðnætti. Fyrstu mælingar Veðurstofu Íslands gáfu til kynna að hann hafi verið 3,4 að stærð, en reyndist hann svo vera af stærðinni 3.
Upptök skjálftans eru um 20 kílómetra austsuðaustur af eyjunni.
Skjálftar af þessari stærð eru þekktir í kringum Grímsey. Engin tilkynning hefur borist Veðurstofunni um að skjálftans hafi orðið vart í byggð.